Grænir frostpinnar
(Lag og texti: Gunnar L. Hjálmarsson)
Held mig á mottunni,
vaki á nóttunni
í kjallaraholunni,
speis-bragð á tungunni.
Ég vil græna frostpinna
því að þeir eru úr öðrum heimi.
Allt hljótt á nóttunni,
ligg pinna sjúgandi,
svo kl. 2 – 3
koma þeir fljúgandi.
Ég vil græna frostpinna
því að þeir eru úr öðrum heimi.
Þeir eru grænir
rétt eins og frostpinnarnir,
gefa mér nammi,
grænir frostpinnar bráðna inn í mér.
Ég vil græna frostpinna
því að þeir eru úr öðrum heimi.
Þeir eru farnir,
einhver hamast á hurðinni,
ligg eins og skepna
grænir frostpinnar bráðna inn í mér.
[m.a. á plötunni S.h. draumur – Goð+]














































