Hefnd
(Lag og texti: Gunnar L. Hjálmarsson)
Þar sem ég sé þig út um glerið,
þú ræðir við þau,
þú rakkar mig niður,
þú hræðir mig,
þú vilt hefnd.
Þú vilt ráða yfir öðrum,
við það þú miðar þitt vinaval,
ef þeir bregðast þér,
þú skapar illt umtal,
þú vilt hefnd.
[m.a. á plötunni S.h. draumur – Goð+]














































