Helmút á mótorhjóli
(Lag og texti: Gunnar L. Hjálmarsson)
Ég er farinn og ég kem ekki aftur,
búinn‘ að fá leið á vælinu í ykkur,
sest upp á dauðann
og spæni malbikið,
kofinn ykkar hverfur
í skítug fjöll og nið.
Ó malbik ég tilbið þig,
ó bensíntankur, ó handfang
og landslagið eins og bíómynd,
þýt framhjá, það er langt í land.
Kaktusdjöflar
því glottið þið svona
og umferðarskilti
hættið að hlæja – ha ha,
ég þarf engan mat,
ég þarf engan svefn,
ég verð bara að komast
eins langt burtu og ég get.
Ó malbik ég tilbið þig
ó nælonsokkar – vá! vá!
og landslagið eins og bíómynd,
þýt framhjá, það er langt í land.
Helmút á mótorhjóli
ríður yfir sjó og land,
ég er í leðurbuxum,
ég veit að lífið er bara hland,
er bara hland, er bara hland.
[m.a. á plötunni S.h. draumur – Goð]














































