Héraðsrúmban

Héraðsrúmban
(Lag / texti: höfundur ókunnur / Sigurður Óskar Pálsson)

Létt við stjarnanna skin og við norðurljósalog
þetta ljóð vil ég syngja í kveld.
Nú er vetur um jörð, byltist brim um sker og vog,
bera grundirnar mjallhvítan feld.
Syng ég sorg úr barmi,
sumargleði inn,
varpa hljóðum harmi,
hýrnar svipur minn.
Létt við stjarnanna skin og við norðurljósalog
lífsins gleði ég fagna í kveld.

Syng ég sorg úr barmi,
sumargleði inn,
varpa hljóðum harmi,
hýrnar svipur minn.
Létt við stjarnanna skin og við norðurljósalog
lífsins gleði ég fagna í kveld.

Löngum minnist ég þess hversu undra ákaft fjör
áður hérna í skólanum var.
Borgfirsk dansmannasveit var á sporin ekki spör
er hún spriklaði á gólfinu þar.
Margir milli dansa
menn sér flýttu út,
drjúgum dauða og „lansa“
drukku þar af stút.
Síðan aftur í dansi með sviptingar og sving
sveitin brunaði hring eftir hring.

Margir milli dansa
menn sér flýttu út,
drjúgum dauða og „lansa“
drukku þar af stút.
Síðan aftur í dansi með sviptingar og sving
sveitin brunaði hring eftir hring.

[af plötunni Danshljómsveit Friðjóns Jóhannssonar ásamt fjölda góðra gesta – 44 íslensk alþýðu dans- og dægurlög]