Herra Sæton
(Lag / texti: Óðinn G. Þórarinsson / Hannes Sigurðsson)
Út við svalan sæinn
seytlar inn í bæinn
sólar sæla ljós,
hið milda morgunskin.
Nýjum drottins degi
og fólki á förnum vegi
Abdim Gm
heilsar herra Sæton
„sæll minn gamli vin“
Brosir hann við börnum að leik,
þau brosa á móti, hýreyg og keik.
Sínum væna vini þau unna öll.
Áfram götu gengur
Ljúfur dáðadrengur,
ljómi í augum leikur
við lífsins ys og köll.
Dagur líður, sól í sjá
sígur bak við fjöllin há.
Bæinn faðmar kvöldið, kyrrt og hljótt.
Seiðir sjávarniður,
sumarnæturfriður
signir yfir Sæton;
„sofðu vært og rótt“
[m.a. á plötunni Danshljómsveit Friðjóns Jóhannssonar – Þá og nú: Lög Óðins G. Þórarinssonar]














































