Hr. Rokk og fýlustrákurinn
(Lag og texti: Gunnar L. Hjálmarsson)
Hr. Rokk hitti fýlustrákinn í strætóskýli um daginn.
Hr. Rokk er alltaf í góðu stuði
en fýlustrákurinn ber sko nafn með rentu og er alltaf í fýlu.
Þegar fýlustrákurinn sá hvað Hr. Rokk var í miklu stuði
fór hann strax að kvarta og kveina:
Ég vildi ég væri sköllóttur,
þá gæti ég notað hárkollur,
þá þyrfti ég aldrei að klippa mig
og ekki að þvo mér um hárið.
Þetta leist nú Hr. Rokk ekkert á og hann söng:
Heyrðu góði minn,
mikið bullar þú í dag,
má ekki bjóða þér upp á ís?
Eða viltu kannski éta það sem úti frýs?
Hér er kominn góður gestur,
já hann er hérna hjá mér sestur
og nú ætlar hann að taka gítarsóló… Úhú!
En fýlustrákurinn fór aftur að kvarta og kveina:
Ég vildi ég hefði engar tennur,
þá fengi ég gervitennur
og þyrfti aldrei að tannbursta mig
og fengi heldur ekki tannpínu.
Nei heyrðu væni minn,
mikið ertu erfiður,
má ekki bjóða þér bitafisk?
Eða viltu kannski frekar hafa tóman disk?
Hér er kominn annar gestur
og þessi er sko langbestur
og nú ætlar hann að taka smá trommusóló… Úhú!
Jæja, hvað segirðu þá?
Æi, mér finnst þetta alveg hundleiðinlegt.
Jæja, þú um það,
ég verð þá áfram í stuði og þú áfram í fýlu
og vertu svo sæll og blessaður.
[af plötunni Dr. Gunni og vinir hans syngja og leika fyrir börnin – úr leikriti]














































