Hunangsmaðurinn

Hunangsmaðurinn
(Lag og texti: Gunnar L. Hjálmarsson)

Silfurskottuvörtusvín
reyndu ekki að sporna við – vexti.
Það fæddist lítill hunangsmaður í gær,
hann var ekki stór,
samt hafði hann sjötíu tær,
sjötíu tær.
Hunangsmaðurinn
kemur inn um gluggan þinn.
Svífðu á braut um sjálfan þig,
hrjúfraðu þig upp að eggi – vængbrotnu eggi.

Sólin hefur tennur, tunglið hefur tær,
jörðin hefur hár götusóparans,
götusóparans.
Þar sem Hr. Rykbaunhik
skýst til í blóðugum glugga
dreymir systur þína brotinn stiga.
Þú sérð kannski ekki hunangsmann
því jarðneskar leifar þínar eru geymdar á skjalasafninu,
skjalasafninu.

[m.a. á plötunni S.h. draumur – Goð+]