Hvalfjörður ´78
(Lag og texti Gunnar L. Hjálmarsson)
Það er sumardagur ´78,
búið að pakka niður, loka og læsa.
Það er fyllt á tankinn í Nesti á Höfða,
Mosfellssveit að baki og hér er löng brekka.
Réttin hjá fossinum – við stoppum alltaf þar,
mamma þarf að pissa, við maulum kleinurnar.
Þarna er Botnsskáli, ég skítapleis það tel,
við höldum með ESSO því íhaldið á SKEL.
Og loksins stoppa Skódinn
fyrir framan gömlu Þyrilssjoppuna,
það er blíða, Hvalfjörður með öllu:
Ís með dýfu í brauðformi,
pylsu með tómat og sinnepi,
í skotkassanum tapa tíkalli
en svo förum við aftur á stað því að langt er eftir.
[af plötunni Dr. Gunni – Stóri hvellur]














































