Hvar er ég?
(Lag / texti: Vignir Snær Vigfússon / Birgitta Haukdal)
Ég horfi í augun þín skær,
mig langar að komast miklu nær,
hleyptu mér að þér.
Sjáðu, hér stend ég ein og sár,
ég vil ei sjá þig hverfa mér frá.
Aðeins þig.
Hvar er ég
inni‘ í þér,
langar að vita miklu meir.
Veit ég vil
finna frið,
þú veist ég vil bara‘ aðeins þig.
Þótt tíminn standi stundum kyrr,
ég hugsa meir um þig en fyrr.
Ég standa vil með þér.
Tíminn hverfur mér frá.
Hvern dag sem dvelja mun þér hjá
þig ég vil.
Hvar er ég
inni‘ í þér,
langar að vita miklu meir.
Veit ég vil
finna frið,
þú veist ég vil bara‘ aðeins þig.
[m.a. á plötunni Írafár – Allt sem ég sé]














































