Hví ertu svona breyttur?

Hví ertu svona breyttur?
(Lag / texti: erlent lag / Jónas Árnason)

Er Johnny kom heim af heljarslóð,
húrra! húrra!
Er Johnny kom heim af heljarslóð,
húrra! húrra!
Er Johnny kom heim af heljarslóð
á hlaðinu gömul kona stóð
og sagði: „Ég orðin er ellimóð
en eitthvað mér sýnist þú breyttur.“

Viðlag
Við lúðrablástur og bumbuslátt
húrra – húrra
við lúðrablástur og bumbuslátt
húrra – húrra
við lúðranna blástur og bumbuslátt
þú brytjaðir fjölda manns í smátt
og fyrir það var þér hossað hátt.
En hví ertu svona breyttur?

„Ó, hvar eru augun blá og blíð
sem brostu við mér forðum tíð
er heiman þú fórst og hélst í stríð?
Æ, hví ertu svona breyttur?

Viðlag

„Og hvar eru þínar hendur tvær
og hvar er þinn fótur og þínar tær?
Og hvar er hlátur þinn hár og skær?
Æ, hví ertu svona breyttur?

Viðlag

„Hvað gerðu þeir við þitt glæsta hár
sem gljáði og skein eins og hrafnsvængur blár?
Og hvers vegna er kúpa þín hvít sem nár?
Æ, hví ertu svona breyttur?“

Viðlag

[af plötunni Þrjú á palli – Við höldum til hafs á ný]