Í hjarta þér

Í hjarta þér
(Lag / texti: Jón Múli Árnason / Jónas Árnason)

Í augum þér ég leyndan fjársjóð finn;
í faðmi þínum rætist draumur minn.
Þú hefur með þínu brosi brotist inn
í hjarta mér.

Og mig þú sigrað hefur innst sem yst
og eirðarleysið burtu frá mér kysst.
Og ég mun um eilífð una fangavist
í hjarta þér.

Nú kveð ég heimsins glaum og glys,
götulíf og ys,
án þess að mér finnist að ég fari neins á mis.

Og þegar vetur karlinn kominn er
með klakabönd og snjó í skeggi sér
þá mun ég við ástareldinn orna mér
í hjarta þér.

[m.a. á plötunni Sigríður Thorlacius og Heiðurspiltar – Á Ljúflingshól]