Í leyni

Í leyni
(Lag / texti: Daníel Friðjónsson / Sigurður Óskar Pálsson)

Riddarinn fór
um rökkvaðan skóg
í leyni,
yngismey hann sá
með álfagull í skó
í leyni
lyfti henni á bak
sínum blakka jó
Í leyni
og reiddi hana á brott
gegnum rökkvaðan skóg
í leyni.

Eftir þeim horfði
álfur sem bjó
í steini,
eftir þeim horfði
álfur og hló
í leyni.
Hann lést ekki vita
en vissi þó
í leyni
að margt getur orðið
að meini.

[m.a. á plötunni Danshljómsveit Friðjóns Jóhannssonar – Austfirskir staksteinar III]