Í Norður-Noregi
(Lag og texti: Gunnar L. Hjálmarsson)
Í Norður-Noregi þeir skíða út um allt,
yfir fjallatoppa þeir svífa í loftbelg,
í lopavettlingum þeim er aldrei kalt,
á sturtuhengjum eru myndir af elg.
Ég er sá sem þú pantaðir,
ég veit þú safnar frímerkjum,
við förum í sturtu í skíðafatnaði
og veltumst um naktir í óbyggðum.
Í Norður-Noregi ég frýs kannski í hel,
þú stakkst mig af á fjórhjólinu,
þú þolir mig ekki og ég skil það vel,
ég kemst ekkert lengra á brosinu.
[af plötunni Dr. Gunni – Nei, ókei]














































