Í nótt [4]

Í nótt [4]
(Lag / texti: Steinar Gunnarsson / Bjarni Tryggvason)

Þegar nóttin nálgast gluggann svo næfurþunn og hljóð.
Og fegurðin dökk sem augu mín eltu.
Áðu á minni slóð.

Og í nótt við verðum eitt.

Það er ekki öllum gefið að eiga sér annan heim.
Þar sem aðeins þú finnur elskendur og angan sem fylgir þeim.

Og í nótt við verðum eitt.

Einn, enn, fyrir ástina og mig.
Þú ert minn skuggi.
Þú ert minn engill í nótt.
Einn enn, fyrir ástin og mig.
Þú ert minn skuggi.
Þú ert minn skuggi í nótt.

Við áttum okkur nætur.
Ástin í mér bý.
En veistu að annað augað grætur.
Það auga sem frá þér snýr.

Og í nótt við verðum eitt.

Einn, enn, fyrir ástina og mig.
Þú ert minn skuggi.
Þú ert minn engill í nótt.
Einn enn, fyrir ástin og mig.
Þú ert minn skuggi.
Þú ert minn skuggi í nótt.

En nóttin er í för með mér.
Og hún hylur okkar sár.

Og hún hylur svarta sanda
þegar sólin burtu fer.
Svo mjúk og hlý þá mundu standa
í myrkrinu hjá mér.

Og í nótt við verðum eitt.

[af plötunni Súellen – Ferð án enda]