Í örmum nætur

Í örmum nætur
(Lag / texti: Steinar Gunnarsson / Guðmundur R. Gíslason)

Það var að kvöldi
að ég kom auga á þig,
þú brostir en þagðir,
þagðir og örmum vafðir mig.
Ég hélt mínum sönsum
en þú þrýstir þér svo fast
upp að mér, ég er hér
til þjónustu reiðubúinn.

Í örmum nætur
þú hélst um mig,
meðan nóttin lifir
skal ég elska þig.

Ég mun aldrei
gleyma hvernig það er
að vera ungur
og geta lifað og leikið sér.
Og sjá fram á veginn
en vita ekki hvernig
örlögin leika þig, leika á þig,
það verða skin og skúrir.

Í örmum nætur
þú hélst um mig,
meðan nóttin lifir
skal ég elska þig.

Ég vona að við getum
skapað fyrir mig og þig
með réttum leiðum
veröld sem elska munum við.
Við höldum um stýrið
og saman munu fljúga
í gegnum tíðina, hríðina
og sigra allt að lokum.

[m.a. á plötunni Súellen – Ferð án enda]