Kani

Kani
(Lag og texti: Gunnar L. Hjálmarsson)

Ég er Kani af Vellinum
og ek um á Ford Mustang,
næsta heimsstyrjöld skiptir minna máli
en hvort hann komist í gang.
Billjard í klöbbinu,
cheesebörger í slabbinu.

Stundum ligg ég einn og hugsa´um
Markúrus og Plútó,
ég stend á gýg og skima
eftir lausum leigubíl.
Vúlfmann Djakk í ferðatækinu,
Reggi og Pam í tívísettinu
og þú og þú í huga mér
og þá á ranchinu allsber…

Stundum vildi ég að
komin væri aftur steinöld,
ég gengi ber og dræpi dinasára,
slægi þig í höfuðskinn,
drægi inn í hellirinn,
ó þú ó þú í huga mér
ó þú ó þú…
…ert stökk í Arizona,
ert stökk í Nevada,
ert stökk í Lousiana,
ert stökk í Oklahoma
og ég stökk í Kebbblavikk
ég vil fara heim!!!

[m.a. á plötunni S.h. draumur – Goð]