Karlinn sá

Karlinn sá
(Lag / texti: erlent lag / Jónas Árnason)

Bliki sló
á bláan sjó
það kvöld,
er snót á mínum vegi varð
á leiðinni út á Grandagarð.
Hún tók sér
í hjarta mér
öll völd.
Og bliki sló
á bláan sjó,
á bláan sjó
það kvöld.

Karlinn sá
sem sit ég hjá
í kvöld
er hann sem ungur umrætt sinn
mér horfði blítt í augun inn.
Inn í þau
ég horft hef
hálfa öld.
Og ennþá sær
jafnundurskær
við okkur hlær
í kvöld.

[engar upplýsingar um lagið á plötum]