Kavatína Kristínar gömlu
(Lag / texti: Jón Múli Árnason / Jónas Árnason)
Í húsi einu hér uppí bæ
ríkir afleitt veðurfar;
það rignir bæði út og inn
um alla veggi þar.
Og stofan sjálf er stefnumót
fyrir stórhríðar og útsynning
en undir götóttu gólfinu
halda gamlar rottur þing.
Í húsi þessu býr ekkja ein
sem á ungan, hraustan son
sem stundar vel þann starfa sinn
að stela lon og don.
Hann er að brjótast inní hús
allt frá árdegi til sólarlags.
En ef hann settur er uppí Stein
brýst hann útúr honum strax.
Ó, skrýtni heimur, ó skrýtna líf,
ekki skil ég tilgang þinn.
Menn brjótast inn og brjótast út
og brjótast síðan inn.
Og húsin rísa stór og sterk
til að standa vindi og regni gegn
en breytast síðar í samastað
fyrir sama vind og regn.
[m.a. á plötunni Sigríður Thorlacius og Heiðursmenn – Á Ljúflingshól]














































