Lafir það litla
(Lag og texti: Benóný Ægisson)
Ertu skapillur skattheimtu skitið á þig alla daga
og finnst þér ekki að flest í þessum heimi mætti meira en laga,
sýstemið svikult og sér ekki lengur um að halda uppi aga,
menningararfinn hann á sinn djöful að draga.
En slappaðu af og dillaðu þér,
hafðu engar áhyggjur af því hvernig fer,
það fer sem fer, það fer varla ver
því nú lafir það litla, það litla sem eftir er.
Ertu tæpur á tauginni troðandi upp í þig róró,
í röðinni hengdur í strengi dansandi gógó,
konan með hausverk á túr og það er bara fimmboga lóló,
nauðugur berstu með straumnum leikandi sóló.
En slappaðu af og dillaðu þér,
hafðu engar áhyggjur af því hvernig fer,
það fer sem fer, það fer varla ver
því nú lafir það litla, það litla sem eftir er.
[af plötunni Súkkat – Ull]














































