Landreisa Jörundar konungs
(Lag / texti: erlent lag / Jónas Árnason)
Viðlag
Um landið hans fákur fló.
Ho-ho.
Og frísandi hófum hann sló.
Ho-ho.
Og fólki varð um og ó.
Ho-ho.
Því augað í pung hann dró.
Ho-ho.
Og stórbokka marga hann steinbíts með taki
úr stofunum dró og út á hlað
og ýmist hann nefndi þá fífl eða fanta
en fátækum gaf hann súkkulað.
Viðlag
Í selstöðubúðirnar byrstur hann ruddist
og beinharðan hnefann á nasir rak
þeim faktorum dönskum sem fyrir þar voru
en fátækum gaf hann neftóbak.
Viðlag
Og þegar þeir dönsku í heitingum höfðu
þá hló hann og gerði að þeim dár og spé.
Svo fengu þeir kónglegan fót hans í rassinn
en fátækum gaf hann engelskt te.
Viðlag
Á amtmanna kontóra gustmikill gekk hann
og grimmur í framan sem eitt ljón
og sagði þeim öllum að fara til fjandans
en fátækum gaf hann sagógrjón.
Viðlag
Og sýslumenn tók hann ef gleiðir þeir gerðust,
og gaf þeim að líta pístólur
og skjálfandi lét þá að fótum sér falla
en fátækum gaf hann rúsínur.
Viðlag
[m.a. á plötunni Þrjú á palli – …eitt sumar á landinu bláa]














































