Leiðin til himna
(Lag / texti: Vignir Snær Vigfússon / Birgitta Haukdal)
Ávallt skal ég muna þennan dag.
Sleiki sólina og læt mér líða vel.
Engin ský á himni, sóleyjar
gular springa út, í sólinni baða sig.
Lágt þær hvísla að mér:
Frá þessari stundu
þú ávallt skalt muna
að það sem þú getur
það mun skila sér.
Kannski ekki í gjöfum
en leiðin þín liggur
til himna.
Sætur ilmurinn af blómunum,
allar áhyggjur hverfa andartak.
Skrautleg fiðrildi hér flögrar um,
það ég öfunda af barnslegu sakleysi.
Það hvíslar að mér:
Frá þessari stundu
þú ávallt skalt muna
að það sem þú getur
það mun skila sér.
Kannski ekki í gjöfum
en leiðin þín liggur
til himna.
[af plötunni Írafár – Írafár]














































