Lena Lonna segir frá
(Lag / texti: erlent lag / Jónas Árnason)
Eitt sinn var ég ein á ferð
inní bænum Sacofardo
á heitri nótt og hitti þar
herra sem af öllum bar.
Þetta var hann Sponni Spardo,
lyfsalinn frá Luconardo,
talandi með hrjúfum hreim.
Hreifst ég strax af manni þeim.
Á mig horfði hann eins og ljón;
augun full af belladonna;
mælti svo í myrkum tón:
„Mi amor, mi corazón.“
Þvínæst sagði hann: „Lena Lonna,
nú er komið spítt í Sponna
og við drífum okkur heim.“
Aldrei gleymi ég manni þeim.
Hann í glæstu húsi bjó;
hátt til loftsins var þar inni
og af mublum meir en nóg,
m.a. píanó.
Hafði hann þau húsakynni
grætt á lyfjasölu sinni.
Þar ég varði vikum tveim
vímu í hjá manni þeim.
Yndisleg hann átti vín,
ekkert spar á þau né nískur;
og hann gaf mér aspirín,
einnig hass og kókaín.
Hress hann var og fjarska frískur
óskaplega erótískur.
Eftir þetta ofsageim
aldrei gleymi ég manni þeim.
[engar upplýsingar um lagið á plötum]














































