Leyndarmál [2]

Leyndarmál [2]
(Lag / texti: Steinar Gunnarsson / Guðmundur R. Gíslason)

Nóttin tælir mig með sér
og með henni mun ég finna allt.
En skuggarnir fylgjast grannt með þér
í stórri borg er lífið kalt.

En alltaf er eitthvað sem gleður augað,
leyndarmáli engum ég mun segja frá.
Minn tími hann mun koma
og þá mun lífið brosa
og endurspegla það sem er mín stærsta þrá.

Undir niðri alltaf býr
það blóm sem allir leita að
en stundum alltof erfitt er
að fá að njóta þess og snerta það.

En alltaf er eitthvað sem gleður augað,
leyndarmáli engum ég mun segja frá.
Minn tími hann mun koma og þá mun lífið brosa
og endurspegla það sem er mín stærsta þrá.

Stundum verð ég einmana
og myrkrið gerir grín að mér.
Ég má ekki skjóta og gefast upp,
það verður hver og einn að bjarga sér.

En alltaf er eitthvað sem gleður augað,
leyndarmáli engum ég mun segja frá.
Minn tími hann mun koma
og þá mun lífið brosa
og endurspegla það sem er mín stærsta þrá.

[m.a. á plötunni Súellen – Ferð án enda]