Ljúflingshóll

Ljúflingshóll
(Lag / texti: Jón Múli Árnason / Jónas Árnason)

Það var eitt sinn snót
með fiman fót
sem flýtti sér á stefnumót
sumaraftan síð
er sólin blíð
til svefns var gengin bak við Lönguhlíð;
og meðan spóaspjall
í spekt um móana vall
hún sína ást í grænu grasi fól
sem greri á Ljúflingshól.

Á þeirri nóttu í leiftrum hún leit
öll lífsins æðstu fyrirheit.

En tíminn leið
og grasið græna kól
sem greri á Ljúflingshól.
 
[m.a. á plötunni Lög Jóns Múla Árnasonar – ýmsir]