Lof sé þér

Lof sé þér
(Lag / texti: Jón Múli Árnason / Jónas Árnason)

Þó að ýmsir um það gapi
að vort líf sé mesta böl
hygg ég enginn okkar tapi
á að vera í góði skapi.

Margar sálin hafa hresstar
hérna öðlast betra líf;
leiðindi og lumbrur flestar
lækna má með góðum hníf.

Viðlag
Lof sé þér! Lof sé þér!
Lof og dýrð vér syngjum þér.
Lof sé þér! Lof sé þér!
Lof og dýrð vér syngjum þér.

Þó að ýmsir ykkar stígi
einhver víxlspor hér og þar
og þó ríki lausung, lygi
lagast allt með keleríi.

Og þó hafi ýmsum skolað
útá lífsins krappa sjó
allir geta þrautir þolað
þeir sem bara elska nóg.

Viðlag

Þó að ýmsir aðra pretti
ei vér skulum súta það;
lögum bjargar lands og rétti
lögreglan á harðaspretti.

Bófahyski í haus vér sláum
hér og þar og alls staðar
og vér beitum fótum fráum
fyrir utan gáfurnar.

Viðlag

Að svo mæltu út við bökkum;
okkar gamni lýkur hér.
Bljúgum huga kærleiksklökkum
komuna við ykkur þökkum.

Verið blessuð, lifið lengi
laus við sorgir, eymd og kíf.
Fylgi ykkur gæfa og gengi.
Gylli sólin ykkar líf.

Viðlag

[engar upplýsingar um lagið á plötum]