Lögreglumars nr. 2

Lögreglumars nr. 2
(Lag / texti: Jón Múli Árnason / Jónas Árnason)

Leggja nú land undir fót
laganna verðir tveir.
Líkt í eins og Gunnar og Geir
garpslegir mjög eru þeir.
Ótrauðir eltast þeir við
allskonar glæponalýð
ýmist í erg eða gríð
ár og síð.

Við erum komnir
alveg eins og skot
ef menn
fremja lagabrot;
og þegar óeirðir verða
alla við lemjum í rot.

Sérhvern
dauðadrukkinn mann,
sem drukkið
hefur spritt með sann,
sveipum við Samverjans örmum
og setjum
hann í Kjallarann.

Breiðir um herðar og háls
við höldum í Strætinu vakt
jafnan með pompi og pragt,
pössum að ganga í takt.
Bófar þó brúki sín trikk
blekkja þeir oss ekki par.
Gefið af Guði oss var,
gáfnafar.

Hugur vor svífur
eins og fuglinn frjáls
og finnur
lausn hvers glæpamáls.
Snjöllustu lögreglulistir
við lærum af Erlingi Páls.

Við höfum
fengið frægan hund
sem fylgir
okkur hverja stund
og getur með gáfum og speki
greitt vort
starf á marga lund.

[engar upplýsingar um lagið á plötum]