Mónakó
(Lag og texti: Gunnar L. Hjálmarsson)
Mér stendur á sama
hvað stjörnuspáin segir
ef þú átt bara
nóg deig fyrir mig.
Mér stendur eins og hnífur í kú,
mér stendur eins og hnífur í kú,
fara fara fara innum glugga,
fara fara fara innum glugga,
skríða skríða inn og út um glugga,
mér stendur eins og hnífur í kú.
Og svo eftir einhvern tíma
þá tek ég á honum stóra mínum,
þær taka á honun stóra mínum
og nóttin er víst löng.
Ég keppist við keppina,
ég kroppa í kroppana.
Baðstöndin bíður eftir mér,
ég kann á tæknina – Mónakó.
Ahhh, löggurnar í Mónakó
vilja fá að sjá oní
plastpokann sem ég held á.
Mér stendur eins og hnífur í kú,
mér stendur eins og hnífur í kú,
fara fara fara innum glugga,
fara fara fara innum glugga,
skríða skríða inn og út um glugga,
mér stendur eins og hnífur í kú.
[m.a. á plötunni S.h. draumur – Goð]














































