Munnsöfnuðurinn

Munnsöfnuðurinn
(Lag og texti: Gunnar L. Hjálmarsson)

Ég! Er! Orðinn! Aska!!!

Þið voruð allir á eftir mér,
rauðir með hundaskara.
Það var ekkert pláss í skóginum,
ég var öllum til ama.

Þið voruð allir með bjórvambir,
loðnir upp að ha-hálsi
spörkuðum sandi úr stígvélum,
lifðuð í skít og hlandi.

Svo einn ljótan veðurdag,
kom ég þarna í ko-ko-kofann
þið voruð fljótir að átta ykkur,
þið gripuð um mig þveran.

Nei! Nei! Nei! Nei!!!

Pleisið stínkar bensíni,
svartar brunarústir,
það sem áður var víst ég,
fýkur nú út í loftið.

[m.a. á plötunni S.h. draumur – Goð+]