Myndir munakærar
(Lag / texti: Óðinn G. Þórarinsson / Helgi Seljan)
Við dalsins duldu rætur
dvel ég langa stund.
Heiðrar næðis nætur
nýt við fagran lund.
Ríkir fró og friður,
fagurtær er lind.
Fugla kátur kliður
kæra vekur mynd.
Enn til æskudaga
aftur muna ber.
Heiðar geng og hag a
hugur yngjast fer.
Ilmur blóma blíður,
blærinn syngur lag.
Tíminn ljúfur líður.
laðar fram minn brag.
Yfir mér hvelfist nú himinninn blár,
heiðríkja sólstöfum með.
Dögg er á grasi sem tindrandi tár,
töfra fær stundinni léð.
Æskunnar draumar með yndi og þor
eiga við huga minn fund.
Ljúfustu stundir þá létt voru spor
lék ég um blómgaða grund.
Líða leifturmyndir
ljúft um huga minn.
Tregans kenndir kyndir
klökkva´í hjarta finn.
Áfram skal þó eiga
Unaðsstund um vor.
Töfra ég þess teiga,
tendra kraft og þor.
[m.a. á plötunni Danshljómsveit Friðjóns Jóhannssonar – Austfirskir staksteinar III]














































