Of mörg hótel

Of mörg hótel
(Lag og texti: Gunnar L. Hjálmarsson)

Með beyglað landakort í vinstri hendi
með troðna tösku í hægri hendi
og náttúruhamfarir alltaf fyrir hendi
og því ætti ég að hafa sólgleraugu þótt það sé sól?
Ég kaupi kók á bensínstöðvum,
ég tek ljósmyndir af öllum þeim stöðum,
sem ég sé með augunum berum,
oj, mér leiðast þessir kastalar, hvenær kemur rútan?
Og myndir úr milljón ferðalögum,
pípulagnir á gulum hótelum,
ég át súkkulaði í Ölpunum
og kleip stelpur á Costa del Sol,
ég klíp þær í draumi.

[m.a. á plötunni S.h. draumur – Goð+]