Öxar við ána [2]

Öxar við ána [2]
(Lag / texti: erlent lag / Jónas Árnason)

Þar var Alla,
Alla Malla,
þar var Gugga dóttir Dalla,
þar var Magga Björns og Bára,
þar var Lára,
Lára klára,
þar var Gotti,
Gotti spotti,
þar var Óli Ben og Otti
og hann Fiddi flotti
– í gömlum boddíbíl.

Bændur urðu alveg forviða
er þau óku um Mosfellssveitina
og sungu Kátir voru karlar
og Pála-Pála-Pálína.
Yfir heiði síðan leiðina lá
þar sem lömbin hoppa til og frá
og undir nótt var numið staðar
á völlunum við Öxará.

Öxar við ána
heiðloftið blikaði blátt.
Öxar við ána
vorfuglar kliðuðu kátt.
Öxar við ána
sungið og hlegið var hátt.
Þessa nótt við Öxarána
þá var dansað dátt.

[engar upplýsingar um lagið á plötum]