Öxnadalsheiði

Öxnadalsheiði
(Lag og texti: Gunnar L. Hjálmarsson)

Með þumalputtann úti
á brúnni hjá Varmahlíð,
á Akureyri þú bíður
svo falleg é é,
ég bara 16 ára, strokinn úr heimavistinni.
Loksins stoppar trukkur,
ég í flýti um borð,
bílstjórinn stór og ljótur,
hann segir ekki orð,
tunglið veður í skýjum,
rokið hvín, helvítis skafrenningur
og hvaða djöfullegi hlátur, er þetta í talstöðinni!?
Þeir kalla mig hortitt, og þeir um það.
Hey! Stóri ljótur! Því hreyfumst við ekki úr stað!?

Hey! Ekki skilja mig eftir! Ertu alveg snar!?
Uppá Öxnadalsheiði. Eða ég veit ekki hvar.
Hérna er ekki kjaftur, og það er byrjað að snjóa aftur
og brotnar allar rúður úr skýlinu og hurðin fokin hálf inní snjóskafla.
Ég held ég sé að deyja, ó mér er svo kalt,
ég gæfi sál mína, fyrir bolla af heitu kókómalt!

Ég hrópa SOS!
Hvar er TF-RÁN!?
Hvar eru sporhundarnir?
Hvar er hjálparsveit skáta?
Ó beibí beibí,
ég sé þig aldrei aftur
en ég aldrei þér gleymi,
hér á sveimi á heiðinni.

[m.a. á plötunni S.h. draumur – Goð]