Ræ ræ ræ
(Lag / texti: Ragnheiður Eiríksdóttir / Jóhann Helgason)
Í skólanum í dag
ég næstum lenti í slag
og síðan í leikfimi
ég týndi handklæði,
ég fékk alveg nóg,
hjólaði niðr‘að sjó,
fleka í fjöru fann,
ég ætla að tak‘ann.
Síðan bara ræ ræ ræ, burt frá þessum bæ, bæ, bæ
ég aldrei kem til baka, allir endurtaka:
Síðan bara ræ ræ ræ, burt frá þessum bæ, bæ, bæ
ég ætla aldrei heim.
Í matarhléinu
ég gleymdi nestinu,
ég var í fótbolta,
nú tryllist hún mamma.
En núna bara ræ ræ ræ, burt frá þessum bæ, bæ, bæ,
ég aldrei kem til baka, allir endurtaka:
En núna bara ræ ræ ræ, burt frá þessum bæ, bæ, bæ,
ég ætla aldrei heim.
Ströndin færist fjær,
kaldar mínar tær,
í myrkri múkki hlær,
ég er að verða ær,
mamma mun skilja mig
og ekki byrsta sig,
ég fæ hana á mitt band
nú ýti ég mér í land.
Síðan bara ræ ræ ræ, aftur heim í bæ, bæ, bæ,
ég flýti mér til baka, allir endurtaka:
og síðan bara ræ ræ ræ, aftur heim í bæ, bæ, bæ,
ég flýti mér til baka, allir endurtaka:
Ræ ræ ræ ræ ræ ræ ræ ræ, ræ ræ ræ ræ ræ ræ ræ…
Ég ætla aftur heim.
[af plötunni Dr. Gunni og vinir hans – Alheimurinn]
