Rauða hauskúpan

Rauða hauskúpan
(Lag og texti: Gunnar L. Hjálmarsson)

Við erum þrír krakkar í leynifélagi.
Við hittumst oft í viku í kofaræksni.
Leggjum á ráðin, spáum spilin í,
þefum uppi glæpi, tökum okkur aldrei frí.
Hauskúpuhringana setjum putta á.
Þegar kallið kemur förum við á stjá.
Hírumst bakvið grindverk, njósnum bófa um.
Ef verða þeir okkar varir, til fótanna við tökum.
Rauða hauskúpan
er okkar leynifélag.

Mottó okkar er:
Einn fyrir alla!
Allir fyrir einn!
Hin rauða hauskúpa
Mun glæpi uppræta!
Einn fyrir alla!
Allir fyrir einn!
Hin rauða hauskúpa
Mun glæpi uppræta!
Hei! Hó! Hei! Hó!

Við skríðum inn í garða og guðum glugga á
hjá Rússunum sem eru dólgslegir að sjá,
við njósnum um þá liggja á ljótum dívönum,
lesa blöð og reykja og klóra sér í rassinum.
Rauða hauskúpan
Er okkar leynifélag
Mottó okkar er:
Einn fyrir alla!
Allir fyrir einn!
Hin rauða hauskúpa
Mun glæpi uppræta!
Hei! Hó! Hei! Hó!

[af plötunni Dr. Gunni og vinir hans syngja og leika fyrir börnin – úr leikriti]