Rétt hjá Macroom
(Lag / texti: erlent lag / Jónas Árnason)
Rétt hjá Macroom við lágum í leyni
þar sem lyngið var rautt eins og blóð
eina nóvembernótt fyrir löngu
þegar nálgaðist fjandmannastóð.
Og svo hófum við skothríð sem skall á
eins og skrugga með ferlegum gný.
Og hver Breti var búinn að vera
þegar byssurnar þögnuðu á ný.
[engar upplýsingar um lagið á plötum]














































