Rúmmál bumbtunnu (sem víðust er um miðjuna)
(Lag / texti: Gunnar Örn Jónsson / Einar Bogason)
Rúmmál bumbtunnu rétt munt þannig finna
reglu þessa vel þú muna skalt
bumbsmál hennar ég vil þér það inna
og endageislann legg saman ávallt.
Þriðjung summu þessarar skalt kvaðrera
það sinnum pí ég þetta víst þér ræð
er það rúmmál sem um er hér að gera
allt þetta pródúkt sinnum tunnu hæð.
[af plötunni Súkkat – Ull]














































