Safarí ´84
(Lag og texti: Gunnar L. Hjálmarsson)
Með gaddaól,
með gaddaól og í rifnum kjól,
þú dansaðir,
þú dansaðir og horfðir ekki á mig
en ég var þar,
stóð upp vegg og starði beint á þig,
sötraði bús,
sötraði bús og hlustaði á B-52‘s.
Með svaka rass,
með svaka rass þú dansaðir við Clash,
mig skorti orð,
mig skorti orð og bara þorði ekki,
þú smælaðir,
þú smælaðir í áttina að allt öðrum,
ég setti þig,
ég setti þig í spjaldskrána og notaði seinna.
[af plötunni Dr. Gunni – Stóri hvellur]














































