Sigga kaka

Sigga kaka
(Lag og texti: Gunnar Örn Jónsson og Hafþór Ólafsson)

Sigga hafði ýmsa en einn áberandi brest,
alltumlykja vildi sveitarinnar prest,
ég heiti á þig karlinn köku einni
klerkinn ef ég fær svo til í beinni.

Pía var hún Sigga ein svaka
en sveik þó besta aumingjann
því hennar áheit sem var kaka
það hélt ekki þó hún fengi sinn mann.

Að sjálfsögðu gekk svo auminginn aftur,
hann elti Siggu inn bæði og út
og nætur allar riðaði hver raftur,
hann ruddi í hana óbærilegri sút.

Presturinn og Sigga par voru eitt,
pokasálir líkt og gamli Jón
og réðu svosem ekki nokkuð við neitt,
næði létu spilla svikið flón.

Nei, Sigga gamla hún spyrst ekki‘ í hel,
síunga hræðslan við baka,
þú ferð í kaupfélagið, kaupir brauðvél,
það kann að létta af þér þetta kaka.

[af plötunni Súkkat – Ull]