Sjáumst þar (Þjóðhátíðarlag 2017)
(Lag / texti: Ragnhildur Gísladóttir / Bragi Valdimar Skúlason)
Þú veist að eyjan geymir ótal svör
og ívið fleiri spurningar.
Sögu hennar þekja ófá ör
sem ætíð munu hvíla þar.
Hún sorgir á sem engir sjá
– óteljandi leyndarmál.
Undir niðri blundar öflug þrá
– ægifögur hyldjúp sál.
Hún logar – logar,
hún leitar aftur til mín.
Hún togar – togar,
hún tælir okkur til sín – teymir okkur til sín.
Við sjáumst þar.
Þið vitið hvað.
Við eldana til eilífðar – til eilífðar – til eilífðar.
Ahhh…
Þó ég fengi með þér milljón í ár
það myndi varla duga til.
Má ég eiga með þér öll þín tár
það er það eina sem ég vil.
Þú kraumar – kraumar,þú kallar þögul á mig.
Draumar – draumar
í dögun minna á þig.
Þeir minna alltaf á þig.
Við sjáumst þar – við sjáumst þar.
Þið vitið hvar – þið vitið hvað.
Við eldana til eilífðar – til eilífðar – til eilífðar.
Við sjáumst þar – við sjáumst þar.
Þið vitið hvar – þið vitið hvar.
Við eldana til eilífðar – til eilífðar – til eilífðar.
Við sjáumst þar – við sjáumst þar.
Þið vitið hvar – þið vitið hvað.
Við eldana til eilífðar – til eilífðar – til eilífðar.
[af smáskífunni Ragnhildur Gísladóttir – Sjáumst þar]














































