Sódawathnesystur
(Lag og texti: Gunnar Örn Jónsson og Hafþór Ólafsson)
Sódawathnesystur maka‘ á krókinn
svínfeitum maðki‘ úr Aðaldal,
ætti ekki bara endi með því
þær ættleiði hval,
ættleiði hval uppí ána
svo þær hafi eitthvað val.
Sódawathnesystur keyra klakann
í Kadilakk upp með allri á,
nei þær eru ekkert að þykjast,
þær vita hvað við á.
Þeim finnst náttúran best óblönduð
en búrbonið þolir smá.
Sódawathnesystur feykja flugu
fimlega bæði og vel
þó að kvöldin einatt fari í að
eiga öls við pel,
þá stekkur oftast stórfiskur á krókinn
þó stundum fái þær sel.
Sódawathnesystur koma‘ á kvöldin
í veiðikofann sinn og taka‘ upp meik,
þær þurfa ekki neitt að hugsa´ um aflann
sem allur er farinn í reyk
en í bítið laxmenn allir laxamæður og börn
þið megið vera smeyk.
[af plötunni Súkkat – Ull]














































