Sólarsýn
(Lag / texti: Óðinn G. Þórarinsson / Stefán Bragason)
Þegar vetur flýr, vora tekur,
við mér brosir sól.
Þá gleymist sút og glaðnar til.
Þegar sýnir hún sig
og sólbakar mig.
Þá ber hún til mín birtu´ og yl.
Sólbros sendir, sólgos hendir,
við dögun hvern dag.
Og eitt tel ég alveg víst
að um hana jörðin snýst.
Þegar hausta fer,
húmar að kveldi,
hugsa ég oft til þín.
Það er sólarsýn.
Sólin ágætust mín.
[m.a. á plötunni Danshljómsveit Friðjóns Jóhannssonar – Þá og nú: Lög Óðins G. Þórarinssonar]