Stóri hvellur
(Lag og texti: Gunnar L. Hjálmarsson)
Fyrst var ekkert, svo varð allt
og þetta allt blés út og tútnaði,
það urðu sólir, það urðu tungl,
vetrarbrautir og stjörnuþokur.
Viðlag
Stóri hvellur, til hvers varðst þú
Varðstu til að Stephen Hawking
yrði fastur í hjólastól
með raddhermi‘ og bleyju?
Allir hundar og arabar,
allir kettir og gyðingar
komu út úr þessu engu,
urra og hvæsa og slást
og verða svo aftur að engu.
Viðlag
[af plötunni Dr. Gunni – Stóri hvellur]














































