Stórir hringir
(Lag / texti: Vignir Snær Vigfússon / Vignir Snær Vigfússon og Birgitta Haukdal)
Geng í hringi, ég veit þú finnur mig.
Lít á skýin, þau minna mig á þig.
Breytast í myndir, ég leggst í grasið
því að ég vil sjá meira.
Stórir hringir og hjartalaga
sem síðan breytast í þig.
Dimmblár himinninn hreyfist með þér
svo allt snýst í kringum þig.
Leikandi norðurljós lýsa‘ upp myndirnar,
læt mig dreyma um líf á nýum stað.
Ísköld rigningin, rennblautt grasið
því að ég vil sjá meira.
Stórir hringir og hjartalaga
sem síðan breytast í þig.
Dimmblár himinninn hreyfist með þér
svo allt snýst í kringum þig.
[m.a. á plötunni Írafár – Allt sem ég sé]














































