Sumarnótt [3] (Þjóðhátíðarlag 1996)
(Lag og texti: Kristján Viðar Haraldsson og Sveinbjörn Grétarsson)
Húmar að kveldi,
nóttin læðist inn,
dúnalogn í Dalnum,
rætist draumur minn.
Með hnotubrúnum augum
horfir þú til mín,
í öllum mínum æðum
brennur ást til þín.
Söngvar óma úr hverju tjaldi,
gleðja sérhvert hjarta.
Þjóðhátíðarstemmingin
og sumarnóttin bjarta.
Haltu mér í örmum þínum,
þú undraveröld, Eyjar.
Allt of stuttur þessi tími
í faðmi yngismeyjar.
Þú strýkur mér um vangann,
heit er þín hönd.
Atlot þín mig senda
í ævintýralönd.
Við mildan bjarma logans
gleymum stað og stund.
Enginn betri staður
fyrir ástarfund.
Söngvar óma úr hverju tjaldi,
gleðja sérhvert hjarta.
Þjóðhátíðarstemmingin
og sumarnóttin bjarta.
Haltu mér í örmum þínum,
þú undraveröld, Eyjar.
Allt of stuttur þessi tími
í faðmi yngismeyjar.
Söngvar óma úr hverju tjaldi,
gleðja sérhvert hjarta.
Þjóðhátíðarstemmingin
og sumarnóttin bjarta.
Haltu mér í örmum þínum,
þú undraveröld, Eyjar.
Allt of stuttur þessi tími
í faðmi yngismeyjar.
[m.a. á plötunni Greifarnir – Í ljósaskiptunum]














































