Sumarstemning
(Lag / texti: Eyþór Hannesson / Stefán Bragason)
Nú þegar sumarið vangana vermir,
og í vindhviðunum lauf blakta á tré.
Þegar í heiðríkju ský um skjótast
þá skondna hluti hvarvetna heyri og sé.
Þá úti í sandbingnum krakkarnir kýta
og svo kyssast þau á horblautan munn
af því að stelpurnar stráka heilla,
já sú staðreynd öllum er löngu orðin kunn.
Og hjá börnum er sól í sinni,
þau sækja í þann brunn.
Dökkbrúnir smiðir við húsin sín hamast,
aðrir hætta að vinna korter í fimm.
En ýstrubelgir um garð sinn ganga
og grasið slá, já það er rétt hæfilegt trimm.
Og ungar konur með barnavagn bruna,
en inni í búðunum er öðrum ei rótt.
Svo heima á verönd þær brjóst sín bera
því brúnan kroppinn þær vilja eignast svo fljótt.
Hjá þessu fólki er sól í sinni
og sumarbjört nótt.
Já það er sumar og létt því lundin
og lífið fær þennan rómantíska blæ.
Þá oft mér finnst vera stutt hver stundin
er staldrað við fæ.
Í unglingsbrjóstum þá hjörtun hoppa
ef að hittast úti á götu sveinn og snót.
Með rjóðan vanga þar strákar stoppa
stúlkum á mót.
Þá úti á bekk situr gráhærður garpur
og gefur kunningjunum tóbak úr dós.
Meðan að konan hans lág og lotin
lítur eftir knúbbum á fallegri rós.
Og þau virðast svo sælleg á svipinn
þarna saman eins og börn, hér um bil,
er þau rifja upp dýrðardaga,
og hve dásamlegt fannst þeim að vera til.
Já þau bíða með sól í sinni, í sumarsins yl.
Já það er sumar og létt því lundin
og lífið fær þennan rómantíska blæ.
Þá oft mér finnst vera stutt hver stundin
er staldrað við fæ.
Í unglingsbrjóstum þá hjörtun hoppa
ef að hittast úti á götu sveinn og snót.
Með rjóðan vanga þar strákar stoppa
stúlkum á mót.
[m.a. á plötunni Danshljómsveit Friðjóns Jóhannssonar ásamt fjölda góðra gesta – 44 íslensk alþýðu dans- og dægurlög]














































