Systa sjóræningi
(Lag og texti: Gunnar L. Hjálmarsson)
Ú-hú!
Systa sjóræningi
siglir um á skipi
með gullhring í nefi, hún er sko hugrökk.
Systa sjóræningi
lenti í fárvirði,
rétt slapp á gúmmíbáti því skipið það sökk.
Systu rak á galdraeyju,
eins gott að Systa átti teygju-
byssu og var hörkutól
því á eynni heyrðust gasaleg gól.
Ú Ú – la la la la la la…
Þarna var gleraugnaslanga
með sprunginn botnlanga,
fjólublár fíll á hól
og áll í bleikum kjól,
risastór smákrakki
sat þarna í hásæti
með rosalega bleiu
og spilaði á munnhörpu.
Hvað ert þú að vilja hingað?
spurði smákrakkinn.
Skipið mitt sökk nú bara,
svaraði Systa.
Ja, nú bara vel í veiði,
sagði smákrakkinn.
Því ég var að enda við að gera á mig
og nú verður þú að skipta á mér.
Ég held nú síður!
Systa sjóræningi
hljóp í burtu á harðaspretti,
stakk sér og burtu synti – hafið á enda.
Systa sjóræningi
siglir nú á öðru skipi
í nýju ævintýri – mun bráðum lenda.
Systa lenti á galdraeyju
og vildi ekki skipta um bleiu.
Systa lenti á galdraeyju
og vildi ekki skipta um bleiu.
Nei, nei, nei, nei, nei
blei, blei, blei, blei, blei
Ú Ú – la la la la la la…
[af plötunni Dr. Gunni og vinir hans syngja og leika fyrir börnin – úr leikriti]














































