Þessi nótt
(Lag / texti: Steinar Gunnarsson / Bjarni Tryggvason)
Ég man þessa nótt þegar myrkrið okkur faldi.
Ég man þessa nótt, þegar ferð án enda hófst.
Að sefa þinn grát var ekki á mínu valdi,
svo ung og svo saklaus, þú ástarvefinn ófst.
Á eftir ein, í angist þinni og kvöl.
Á eftir ein, án orða varstu föl.
Hvorki regnið né táralind
ná að þvo burtu þína synd.
Ég heiður það tel að hafa opnað veginn
en í hamingjuleit, að ást er markið sett.
En við dyggðanna veg,
leynast djöflar báðum megin.
Ég hef ekkert að gefa
en ég tek það sem að mér er rétt.
Á eftir ein í angist þinni og kvöl.
Á eftir ein, án orða varstu föl.
Hvorki regnið ná táralind
ná að þvo burtu þína synd.
[af plötunni Súellen – Ferð án enda]














































