Þorn

Þorn
(Lag og texti: Gunnar Örn Jónsson og Hafþór Ólafsson)

Heldurðu ekki að lýsi það sé hræðilega fitandi,
ég heyrði nýverið að frakkar væru smitandi,
þó hefur enginn veikst beinlínis að mér vitandi
en í vísindum er aldrei nema einn fyrstur.

Jesús kristur, ó hvað ég er þyrstur.

Fyrirgefðu, veistu hvönær fennti allt í kaf hér,
ég finn ekki strætóbiðskýlið né manninn sem var með mér,
bróðir minn er flúinn langt baki snúinn að sér,
bara að ég ætti góðar systur.

Ésús kristur, ó hvað ég er þyrstur.

Vitið þér til þess að slökkvi þorsta edik,
þarflegri voru meistaranum ýmis önnur viðvik
en sögur detta‘ úr minni ef engin eru í svik
sjálfsagt er ég hrærður en ekki hristur.

Ésús kristur, ó hvað ég er þyrstur.

[af plötunni Súkkat – Ull]