Þú átt þitt líf

Þú átt þitt líf
(Lag / texti: Steinar Gunnarsson / Hólmgrímur Heiðreksson)

Jörðin undir fótum okkar
geysist kaldan geim.
Lífið það hefst og slokknar
líkt og neistar svífa og hrapa,
lýsa út í myrkrið eitt andartak.

Þetta er þitt líf,
aðeins gefið einu sinni.
Þetta er þitt líf,
var það þetta sem þú vildir?
Þetta er þitt líf,
óðfluga líður það frá þér.

Vinur ekki láta lífið
líða þér hjá.
Hvaða máli skiptir þó að
þú getir kennt öðrum um
að tilveran sé marklaus döpur og grá.

Þú átt þitt líf,
það var þér einum gefið.
Þú átt þitt líf,
þú stendur einn við stýrið.
Þú átt þitt líf,
það lifir því enginn annar fyrir þig.

Þú segist orðinn þreyttur
á þraskórnum.
Finnst alltaf að þú tefjist
við það sem aðrir krefjast.
Kæri vinur, hvað er það sem þú vilt?

Frelsið er eins og ljósið,
fallegt og grimmt.
Ásjóna þess er völin
eins og skuggi fylgir kvölin.
Þannig kostar allt sem einhvers er vert.

Þú átt þitt líf,
það var þér einum gefið.
Þú átt þitt líf,
þú stendur einn við stýrið.
Þú átt þitt líf,
það lifir því enginn annar fyrir þig.

[m.a. á plötunni Súellen – Í örmum nætur]