Þú horfir framhjá mér
(Lag / texti: Vignir Snær Vigfússon / Ólafur Fannar Vigfússon)
Þú veist hver ég er,
hvar ég bý.
Þykist ekki kannast neitt við mig.
Einn séns enn.
Tíminn þýtur senn.
Ég get beðið endalaust.
Slakaðu aðeins á,
reyndu andanum að ná.
Kemst ég ekki inn í þína skel?
Ef heimurinn er þinn
ég kemst ei inn
nema að þú takir við mér.
Þú horfir framhjá mér
en ég veit hvar hjartað er
því allt sem að ég þarfnast
og allt sem að mig vantar
ert þú.
Brjóttu niður vegginn þinn
nú um sinn.
Reyndu að raða brotum upp á nýtt.
Ég allt í einu sé
lítið ljós.
Ég veit þú sérð það líka.
Þú horfir framhjá mér
en ég veit hvar hjartað er
því allt sem að ég þarfnast
og allt sem að mig vantar
ert þú.
[af plötunni Írafár – Írafár]














































